Já, en bændur eru á móti flutningi lambakjöts?!

Á sama og bændur mótmæla inngöngu inní ESB, á þeim forsendum að flutningur á lambakjöti milli landa sé dauðadómur yfir bændastéttinni, Þá er flutt á hverju ári um 40% af öllu íslensku Lambakjöti?

þessa ályktun sendi þeir frá sér í gær
"Búnaðarþing samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem andstaða BÍ við aðild að Evrópusambandinu er ítrekuð. „Búnaðarþing telur að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins,“

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað það þýðir fyrir lambakjötsframleiðendur á Íslandi ef innflutningur á Íslensku Lambakjöti verður bannaður í öðrum löndum.
Ef íslenska Lambakjötið verður eingöngu til neyslu fyrir Íslendinga á Íslandi?


mbl.is Grillkjöt gæti orðið af skornum skammti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð athugasemd!

Sumarliði Einar Daðason, 10.3.2011 kl. 09:48

2 Smámynd: Ráðsi

Það eru sláturleifishafarnir sem selja allt kjötið út en bændurnir fá ekki sama heldur lægra verð fyrir útflutninginn. Það ætt frekar að velta því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að niðurgreiða lambakjötið sem fer erlendis á kostnað almennings.

Hitt er annað að með ingöngu í evrópusambandið munu framleiðendum fækka verulega nema verð á lambakjöti hækki verulega.

Ráðsi, 10.3.2011 kl. 10:08

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Áttu við að framleiðendur muni fækka og þeir verða stærri og öflugri?

Sumarliði Einar Daðason, 10.3.2011 kl. 10:47

4 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Ef bændur fá minna fyrir kjöt sem flutt er úr landi eins og kerfið er í dag, munu þeir þá ekki meira fyrir útflutt kjöt ef það verður möguleiki á að selja hágæða lambakjöt á 490 milljóna manna markaði?

Rúnar Ingi Guðjónsson, 10.3.2011 kl. 11:29

5 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Svo ein spurning til ykkar Fjárbænda sem eru að lesa þetta, Ég get ekki betur séð en að möguleikar íslensk lambakjöts muni stórbatna við það þið fáið leyfi til að selja,án afskipta ríkisins,inná þennann stóra markað eins og hann væri ykkar heimamarkaður. Eru ekki gríðarleg tækifæri sem felast í því að fá aðgang af 490 milljóna markaði,tollfrjálst?

Rúnar Ingi Guðjónsson, 10.3.2011 kl. 11:32

6 identicon

Ertu að segja þetta eins og það sé heilagur sannleikur að stærri bú séu betri bú? Þá svona eins og í svínaræktinni þar sem búin urðu fá og stór og afskrifuð í eigu bankanna? Þannig stór og öflug?

Jón (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 13:00

7 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Það er ekki mín skoðun að stór bú séu endilega hagkvæmari en minni. Það er framlegð per. starfsmann sem skiptir máli.

Ef einn bóndi með 500 rollur, getur selt beint til hágæða veitingahús, hvar sem er á landinu eða í Evrópu, þá ætti hann að geta haft það mjög gott útúr þvi.

En þegar sami Bóndi, reiðir sig á alskonar styrki frá hinu opinbera til að lifa af, með þungri opinberri samninganefnd,samþykki alþingis, beingreiðslur og hvað þetta heitir allt saman, þá fer öll orka viðkomandi í það fá styrki og uppfylla þröngar stofnannakröfur um framlegð osfr.

Fjárbændur eru því miður búnir að koma ár sinni þannig fyrir að stór hluti almennings á íslandi er á móti þeim.Þeim finnst að verið sé að hafa fé af þeim, eingöngu til að halda uppi illa reknum landbúnaði. Svona er ímynd bændastéttarinnar orðin á Íslandi. því miður.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 10.3.2011 kl. 13:50

8 Smámynd: GAZZI11

Er alveg að fatta það af hverju bændur hafa það svona gott. 3-4 nýlegir Jeppar í hlaðinu, 2-3 traktorar og nokkur hundraða milljóna landbúnaðarleikföng ásamt nokkuð hundruð sjálfmjólkandi baulandi beljum og villuráfandi sauðum á beit í almenningi. Upphituð fjós og tryllingsleg útihús og með fallegri og fjölbreyttri skógrækt í bakgarðinum. Svo má ekki gleyma sumarbústaðarlandinu ásamt fjölbreyttri ferðaþjónustu hinum megin við gaflinn.

Þetta er eitthvað skrýtið..

Svo er betra að flytja afurðir út þar sem fæst betra verð, en  ódýrara fyrir Íslenskan almenning að kaupa innfluttar landbúnaðarafurðir.    

GAZZI11, 10.3.2011 kl. 19:59

9 Smámynd: GAZZI11

Er þetta ekki fégræðgi ..

GAZZI11, 10.3.2011 kl. 20:01

10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

En rúnar, útflutningurinn er næstum allur til landa utan ESB og ESB lokar á það

Hvort er stærra, ESB eða heimurinnogESB?   

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.3.2011 kl. 20:46

11 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Hvert er verið að flytja út allt þetta lambakjöt? Ég heyrði að um 40% af kjötinu væri flutt út, en það fylgdi ekki sögunni hvert blezzuð lömbin færu.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 10.3.2011 kl. 22:08

12 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Og allt á sama tíma og bændur fá styrki frá skattgreiðendum.

Rosa flott að borga Jóni peningar svo hann geti séð mér fyrir mat á viðráðanlegu verði, en fatta svo að Jón seldi allan matinn til einhvers annars. Og þá þarf ég að kaupa mér matinn frá öðrum á hærra verði.

Þetta eru svik við þjóðina og ekkert annað.

Tómas Waagfjörð, 11.3.2011 kl. 09:40

13 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Rúnar, USA, Rússland, kína, sádiarabía, nígería sameinuðu arabísku furstadæmin svo eitthvað sé nemt

Tómas, Styrkurinn nefnist gæðastýring og er fyrir "gæðavottun", þar að seigja fyrir papírusvinnu við hjá hverju lambi og fyrir eftirlit með heilsu dýrana og er um 1200 ISK per lamb í sláturhús. Þú þarft að eiga fjármark til að fá meira en það fer á innanlandsmarkað(nema að ríkið leigi einhverjum kaupmönnum það eins og hér). Einn af Fjárstyrkjunum" er til bægja þar sem hefur verið skorið niður td vegna riðu og er það skaðabætur. Þeir bæir framleiða ekki kjöt

Brynjar Þór Guðmundsson, 11.3.2011 kl. 12:27

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

og það sem fer á afríkumarkað.... ég held að þú myndir frekar borða eitthvað annað, margt af því slær þorramatin út og ég efa að þið borðið svoleiðis

Brynjar Þór Guðmundsson, 11.3.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband