Íslensk skip í erlendri lögsögu

Þessi frétt styrkir mig í trúnni að við eigum að vera í samfloti með nágranna ríkjum okkar í Evrópu.

Þetta er dæmi um hvar íslensk fiskiskip, með öflugum útgerðarfyrirtækjum og hörkuduglegum sjómönnum, eru að sækja björg í bú útum víðann heim.

Ef menn skoða t.d Samherja á Akureyri, þá komast menn um raun um það, að það eru gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga ef við fáum meiri aðgang af hinum gríðarstóru sameiginlegum fiskimiðum sem evrópusambandið býr yfir.

Jafnframt munu tækifæri skapast til að fullvinna fiskafurðir hér á landi, með tollfrjálsum aðgangi af 490 milljón manna markaði Evrópu.


mbl.is „Ævintýralega mikill fiskur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvar eru þessi "gríðarstóru sameiginlegu fiskimið" ESB?

Fréttin sem þú bloggar við er um veiðar íslenskra skipa í Barentshafi, annars vegar innan lögsögu Noregs og hins vegar í hinni svokallaðri Smugu, þ.e. hafsvæðið norður af Noregi og Rússlandi, sem er utan lögsögu þeirra ríkja.

Síðast þegar ég vissi var Noregur utan ESB og ekki á leið þangað inn. Varðandi Smuguna, þá hefur ESB ekki nein yfirráð þar, þó vissulega ráðherraráðið vildi gjarnan hafa yfirráð yfir þeim svæðum heimshafanna sem ekki tilheyra neinu sérstöku þjóðríki.

Það er ágætt að lesa fréttina áður en bloggað er við hana.

Gunnar Heiðarsson, 10.3.2011 kl. 13:04

2 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Það sem ég er að skrifa um er að þessi samningur við Norðmenn er dæmi um samvinnu ríkja um fiskveiðar.

Ef við viljum sækja á miðin um allan heim, þá verðum við að vera tilbúinn að hleypa erlendum þjóðum inná okkar mið.

Þarna er ég að sýna fram á að íslenskir útgerðarmenn fá góð tækifæri til að styrkja sín fyrirtæki ef samningar er grundvallaðir á gagnkvæmu trausti.

Ég nýtti mér þessa frétt sem innlegg í Evrópusamband umræðuna á þeim forsendum að gagnkvæmir samningar gefa fyrirtækum tækifæri á að stækka og eflast, og þar hafa nokkrir Íslenskir útgerðarmenn nýtt sér samanber Samherja.

Samherji á veiðirétt útum allt Atlandshaf, niður eftir Afríku, Samherji fékk aðgang að þessu í gegnum EES samning íslands við ESB.

Erlend starfsemi Samherja er um 70% af þeirra starfsemi. Þessi vöxtur væri ekki mögulegur nema með tilkomu EES samnings.

Sjá hér heimasíðu Samherja:

http://islenska.samherji.is/page/erlend_starfsemi

Þannig að þessi frétt er jákvæð fyrir þá sem sjá að samningar við aðrar þjóðir eru forsenda fyrir því að íslenskum útgerðum gangi vel í framtíðinni.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 10.3.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband