7.3.2011 | 22:17
Nú hef ég ákveðið að segja NEI
-Eftir þessar fréttir af Ofurlaunum Bankastjóranna þá hef ég ákveðð að segja NEI í kosningum um IceSave samninginn.
-Á sama tíma hafa borist fréttir af ofurbónusgreiðslum til handa bankamönnum í Bretlandi. Fréttir sem þessar styrkja mig í þeirri trú a að kjósa á móti þessum nauðungarsamningum sem Icesave-samningurinn er.
Að segja Nei eru skýr skilaboð frá almenningi á Íslandi, að núna sé mælirinn fullur.
Það er einfaldlega ekki hægt að leyfa nokkrum einstaklingum að setja heilt hagkerfi á hausinn og ætlast til þess á sama tíma að viðkomandi sleppi fyrir horn, og núna er þessi sama elíta farinn að borga sér ofurlaun á ábyrgð almennings.
-Það er tvennt sem gætu fengið mig til að skipta um skoðun.
-Ef Bankastjórar Arions og Íslandsbanka endurgreiða ofgreidd laun inná IceSave skuldina og í öðru lagi að Björgólfur Thor verði verði kærður fyrir landráð gegn íslensku þjóðinni fyrir því stórtjóni sem hann með aðgerðum eða aðgerðarleysi sínu sem aðaleigandi Landsbankans hefur valdið Íslenskum efnahag.
![]() |
Ótrúlegar fréttir af launum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.