19.11.2007 | 16:58
Hvenær opnar Smáís, Torrent síðu?
Hver myndi ekki vilja geta á löglegan hátt keypt alla þá tónlist sem til er fyrir sanngjarna pening, nú eða alla þá þætti eða bíómyndir sem til eru, og hafa verið framleiddar í gegnum tíðina?
Hvers vegna er páll óskar ekki að selja sína plötu í gegnum netið?
Er það ekki vegna þess að hann er ofurseldur sínum útgefanda, sem fær jafnvel meiri pening útúr plötusölunni heldur en Palli sjálfur (eða hvaða listamaður sem er)
Það á enginn "rétt" á að geta gengið að öllu þessu efni frítt,
Ekki frekar en að maður geti lappað útí búð og náð sér í eina Diesel gallabuxur , án þess að borga.
Ef þetta er krafan í dag, að fá allt án þess að borga, þá er nú illa komið fyrir þessari kynslóð, sem er að alast upp núna.
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krafan er ekki að fá allt frítt, og hefur SMÁÍS ýkt tölur til muna, sér í hag. Margir ná í efni sem þeir myndu aldrei borga fyrir, þarsem þeim líkar ekki efnið. En, það vita þeir ekki fyrirfram, og má líkja þessu við að heyra í tónlist hjá vini eða að sjá mynd með vini sínum. Það er manni frítt, og ef manni líkar þetta ekki, þá ætlar maður sér ekkert meira með það.
Hinsvegar, ef fólki líkar efnið, eru langflestir sem leggjast í það að kaupa það. Þessir hlutir eru bara svo dýrir nútildags að fólk vill ekki taka áhættu á að kaupa efni sem það væri svo óánægt með. Að sjálfsögðu eru rotin epli sem ætlast til að fá allt frítt, en þó hafa hreint afar margir torrentnotendur játað að þeir hafa einfaldlega kynnst hljómsveit/bíómynd/álíkaefni í gegnum torrent, og hafa þá gert í því að borga fyrir rétt til að nota efnið í miklum mæli.
Notendur eru hinsvegar hundleiðir á að borga fyrirtækjum einsog SMÁÍS háar upphæðir, á meðan listamennirnir fá ekki það mikið. Sérstaklega þegar SMÁÍS hefur sýnt að þeir bera enga virðingu fyrir viðskiptavinum sínum, sbr. nýlega frétt um Radiohead á síðu þeirra þarsem valtað er yfir alla þá sem nokkurntímann hafa niðurhalað efni á netinu sem aumingja. Svo má benda á að ég veit ekki betur (eftir frásagnir) að notendur þurfi að haka í reit þegar þeir senda efni inn þarsem þeir staðfesta að þeir beri ábyrgð á að þeir hafi leyfi til að senda þetta efni inn. Ábyrgðin er ekki eiganda vefsins.
Einnig má benda á að tonlist.is, sem er "lögleg" síða, hefur látið efni inn í óþökk listamannsins og einnig sleppt að borga viðkomandi þegar efni hans er niðurhalað. Afhverju er öllum sama um það?
Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:17
Reyndar þá er það ekki rétt hjá þér að engin eigi rétt á því að geta gengið að öllu þessu efni frítt, því að þvert á mót þá á hver einasti einstaklingur rétt á því að brjóta höfundarréttinn eins og honum hentar, þetta segji ég því að í lögum stendur að sérstakur tollur/skattur sé tekinn af öllum þeim búnaði sem hægt sé að nýta til þess að taka ólögleg afrit af efni sem verndað er af höfundarrétti og samkvæmt íslenskum lögum þá skal þessi tollur/skattur renna beint í vasa samtaka höfundarréttar hafa sem við þekkjum öll sem SMÁÍS. Tilgangurinn með þessum lögum var að reyna að minnka svokallað "tjón" sem að SMÁÍS taldi sig verða fyrir þegar að efni sem er varið af höfundarrétti er afritað ólöglega, þar með er hver einasti einstaklingur á Íslandi sem nokkurn tímann hefur keypt hér á landi: harðan disk, utanáliggjandi harðan disk (flakkara), vhs spólu, beta spólu, skrifanlegan laser disk, skrifanlega compact disk, skrifanlegan dvd disk, usb minniskubb, segulbandsspólu, sterio 8 (8-track) spólu, ipod, mp3 spilara, mini-disc spilara, nero og sambærileg forrit og í raun allt annað er hægt er að nota til þess að afrita höfundarréttarvarið efni; í fullum lagalegum rétti til þess að afrita og dreifa þessu efni hvernig sem honum svo hentar.
Frjálshyggja (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:21
Er ekki málið að Listamennirnir eru sjaldan bissness menn, og að þeir (listamennirnir) eru ofurseldir útgefandanum sínum?
Rúnar Ingi Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 17:25
"Ekki frekar en að maður geti lappað útí búð og náð sér í eina Diesel gallabuxur , án þess að borga."
En ef ég fer útí búð, tek mynd af buxunum og klóna buxurnar með myndinni.
Hefur þá einhver tapað buxunum sem myndin er af, eða eru hún enn til sölu?
Hver sá (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:28
Ég verð að benda á eitt... Held þetta hafi ekki verið góður leikur hjá Páli Óskari... það að diskurinn hafi verið þarna, hlýtur að stuðla að því að fleiri hlusta á diskinn, sem annars hefðu ekki hlustað á hann og einhverjir af þeim gætu hins vegar keypt diskinn í kjölfarið... upp á móti kemur það niður á því að einhverjir sem myndu kaupa diskinn annars, myndu ekki gera það þar sem hann er frír. En fyrir Pál væri þetta frí auglýsing sem gæti leitt á aðra staði en myndu annars gera.
ViceRoy, 19.11.2007 kl. 17:45
Páll Óskar gefur út sína plötu sjálfur ;) fyrsta platan er sú eina sem hann hefur ekki gefið út sjálfur. Hann dreifir henni meira að segja sjálfur í búðir. Hann er varla ofurseldur sjálfum sér :P
Björn (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:36
Hvað þýðir að "lappa" út í búð?
Kaffibrúsinn (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.