28.1.2008 | 13:41
Ja hérna
þetta er náttúrulega alveg ótækt!
Vara sem er ódýrari á íslandi en í Danmörku.
En er þetta næg ástæða til að hækka?
Er þetta kannski fullgild ástæða til að hækka þennan vöruflokk?
Fá ekki kúabændur einhverja milljarða á ári frá íslenskum almenningi í formi niðurgreiðsna?
Ætti mjólkin ekki að vera ódýrari en hún er?
Ódýr nýmjólk á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En ef maður skoðar verðið þá er þetta kannski ekki alveg rétt?
fyrst vil ég taka fram að vera búandi í Danmörku, þá get ég staðfest að gæði mjólkurinnar er í fullu samræmi við gæði íslenskrar mjólkar,
Hún er unnin á sama hátt, enda eru flestir ef ekki allir mjólkurfræðingar á íslandi, menntaðir hér í Danmörku.
Mjólkinn sem við kaupum er á 5,95 Dkr í Bilka sem gerir 76 Ís.kr
Meðalgengi síðustu 12 mánaða er 11.76 sem gerir 70 ís.kr
Gengið síðustu 2 vikur hefur verið uppundir 13 krónur.
Enn ekki gleyma því að það er íslenska krónan sem er að breytast.
Ekki Krónutöluverð hér í Danmörku.
Svo þegar er verið að gera verðsamanburð á milli landa þarf að taka vsk útúr dæminu.
Vsk á matvöru hér í danmörk er 25% á íslandi er hann 7%
Þá kostar líterinn hér 4,76 dKr sem gera á genginu í dag 61,2 ís.kr og ef við setjum íslenskann vsk á það verð er við að tala um 65 ískr fyrir lítrann.
Hvað kostar lítrinn í Bónus í dag?
(sem er ódýrast búðin á íslandi? Ódýrast kostar lítri af mjólk í DK 4.75 d.kr)
Rúnar Ingi Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 17:07
ég er að borga 74kr, en það er léttmjólk, er ekki barn lengur hehe.
ég þakka kommentið hjá mér, það er komið meira um mjólkina, kikktu á það kallinn.
Þessu framsóknar okri þarf að linna. Það er hægt að auka framlög til framhaldsskóla og háskóla um 50% í stað þess borga þeir mönnum 37kr fyrir hvern lítra af mjólk framleiddan.
Johnny Bravo, 31.1.2008 kl. 21:19
Smá punktur varðandi niðurgreiðslurnar.
Evrópusambandið er líka að styrkja sinn landbúnað þannig að mér finnst ósanngjarnt af þér að benda á niðurgreiðslurnar á Íslandi en minnast ekki á að danskir bændur eru líka að fá sína styrki.
Egill Gautason, 1.2.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.