Verkamannalaun 378.000.-

Þótt að bensínverðir sé 185 kr þá er meðalverkamaður með 23.000 dKR í mánaðarlaun cirka 378.000 ísKR.

Hann er með 2.362 ísKR á tímann, hann vinnur bara 37 tíma á viku.

Rafvirki er með 33.000 dKR ca 543.000.- fyrir 37 stunda vinnuviku, 3.400 ísKR á tímann.

Danski launþegin fær 74.000 danska í skattleysis mörk ca 1.2 milljónir á ári ca 100þ á mán.

bara þannig að allar tölur komi fram ; )


mbl.is Danmerkurmet í bensínverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha já, þetta "smáræði" sem þú nefndir bara gleymdist greinilega í fréttinni :D

Siggi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Athyglisvert. Hvað er meðalverkamaðurinn of rafvirkinn með í laun eftir skatta?

Elías Theódórsson, 13.5.2008 kl. 13:24

3 identicon

Svar til Elías hér að ofan - ég greiddi 32,5% nettó af mínum launum í skatt í fyrra þ.e.a.s átti eftir 67.50kr af hverjum 100kalli dönskum 

nolli (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

svo má nátturlega benda á það að það verslar enginn bensín á þessu verði, algengur afsláttur á kvöldin og um helgar er um 1-2 dkr á lítrann. ca 16-32 kr á lítrann, hvenær sér maður það á íslandi?

Rúnar Ingi Guðjónsson, 13.5.2008 kl. 14:20

5 identicon

'EG sé að ég þarf að fara að tala við skattin ef þetta er rétt sem þú segir. ég er með engan persónuaflslátt, borga 8 % af öllum laununum, Eftir það er 0% af 3500 dkr, frá 3500 til cirka 30000 borga ég 50% og frá 30000 og uppúr borgast 63%. Af mínu launum greiði ég netto 44% af laununum. Ég tek það fram að ég er ekki með hærri laun en það sé þú telur vera rafvirkja laun.

Hordur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:33

6 identicon

Hörður inni í þínum 50% og 63% eru þessi fyrst ræddu 8% sem þú borgar af hverri þénaðri krónu svo þú þarft nokk að fá einhvern sem getur hjálpað þér með að skilja skattkortið þitt :-) Svo er bara hægt að reikna prósentulegaskattbyrði út frá heildartekjum þinum en ekki í  þrepum þar sem við höfum stighækkandi skatt (þeir sem þéna mest borga mest)Flestir liggja svona í kringum 47% brúttó fyrir persónu-frádrátt sem er 3500DKK á mánuði.   Ég fékk lagað brúttókort þar sem ég vinn ó óreglulegum vöktum þ..e.a.s 7-12 daga saman og svo 14dag frí og hef engan frádrátt á því heldur eru teknar þar 37% af hverri krónu og svo kemur útlagður vaxta/keyrslu kostnaður til frádráttar á uppgjörinu í mars ár hvert og lendi því oftast niðrundir 30%in   

nolli (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:14

7 identicon

Ég skil vel að Þú haldir að ég skilji ekki skattkortið, þar sem skattlagning í danmörku er einstaklega flókinn líklega til þess að sem flestir kunni ekki að reikna út þennan agalega skatt sem maður borgar af öllu. Fyrsta lagi talar þú um skattleysis mörk upp á 74000, þá fer nú eftir hvernig maður túlkar það. Ég túlka skattleysimörk sem þá upphæð sem maður getur þénað án þess að borga skatt, í DK borgar maður alltaf 8 % í skatt eða arbejdsmarketsbidrag eins og þeir kalla það, þannig að maður haldi að þetta sé ekki skattur. Þannig að skattleysismörk eru 0 dkr en 3500 Dkr á mánuði eftir að maður hefur borgað þessi 8 %. Ég tala um mismunandi skattaprósentur af því að eftir því sem ég vinn meira því meira hækkar skattprósentan. Ef ég myndi nú vinna mjög mikið myndi ég líklega enda í 60% netto. Allavega þá fékk ég minn 44% skatt út (fyrir dagvinnu 7,5 tíma) með því einföldum prósentureikningi dróg frá útborguð laun frá heildarlaunum osf. Ég held að þú fáir miklu lægri prósentur þegar þú reiknar þinn skatt heldur en ég af því að þú líklega skuldar mikið í líklegast íbúð og bíl. Það sama og á íslandi kallast vaxtabætur dregur maður frá sköttunum hér sem þú líklegast veist. Einnig er hægt að draga frá skatti ýmislegt annað eins og keyrslu til vinnu. Þannig að eftir því sem maður skuldar meira og vinnur minna þeim mun minni verður skattprósentan þegar útborguð laun eru reiknuð. Sama og ef íslenskir launamenn reikna sín launi verður skattprósentan minni ef þeir taka með í útreikningana barnabætur, vaxtabætur og hvað þetta heitir allt.  

Hordur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:01

8 Smámynd: Johnny Bravo

Svipuð laun í Danmörku semsagt, færð ekki fullorðinn karlmann í vinnu hér nema fyrir 350þ í dagvinnu.

Þá erum við komin með 90-100þ í skattleysismörk og skatt af 250þúss annarsvegar 37% og hinsvegar 50%, 93þ. eða 125þ.

En það er rétt, hér þurfum við að lækka vöruverð, hætta með alla tolla og hafa "bara" 25% virðisauka á restinni og taka meira í launa eða eignaskatta (með persónuafslætti) 1% eignaskattur af 50milljón króna eign væri þá 500þ á ári, ef að 5 ættu heima þar myndi hann falla niður í samræmi við það. 15M fyrir fyrsta íbúann og 5M fyrir hvern hinna og þá væri 150þúsund fyrir þessa eign.

Þannig að þeir sem eiga stórar eignir borgi meira en hinir.

Johnny Bravo, 13.5.2008 kl. 17:10

9 identicon

Hér getið þið fylgst með bensínverðinu í DK

http://www.fdmbenzinpriser.dk/

Gummi Ingólfs (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband