Hvað borðar amma þín?

Er ekki málið að þessi kynslóð sem heldur uppi háum meðalaldri, veit hvernig á að lifa heilsusamlegu og löngu lífi?

Ef þú spyrð ömmu þína, eða afa, hvað hún/hann hefur borðað í gegnum tíðina, þá færðu svarið við því hvað er holt, og hvað ekki?

En ég helt að gamla máltækið, sem segir að allt sé gott í hófi, sé hin gullna regla.

það rann upp fyrir mér um dagin, þegar við félagarnir vorum að fara í bíó hér í Horsens, þar er hægt að kaupa sér 1.líter af gosi og 1kíló af poppi með.

þegar ég var krakki, þá var venjuleg kók 0.25L Stór kók var 0,33L
Síðan kom Risakók. Risakók dugði fyrir venjulega fjölskyldu með sunnudagssteikinni og var jafnvel afgangur.
Risakók var einn líter, sami skammtur og margir sötra yfir einni bíómynd í dag, (er það von að maður þyngist?)


mbl.is Soja getur valdið ófrjósemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á því er enginn vafi: Amma mín er allra kellínga elst og hún lifir á hreinu lambakjöti, kartöflum, grænum baunum, heitu vatni með svarbrúnum lit.

Eg man þetta með kókið „í gamla daga“ - og stundum kaupi ég litla kók í gleri þegar ég álpast í sjoppu. Það er langbesta kókið; Varist eftirlíkingar í stórum umbúðum.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband