2.8.2008 | 09:48
Ekki satt.
Það fyrsta sem börnun er kennt er að vera ekki að segja ósatt, ekki ljúga að öðru fólki, það er ósiður sem kemur í bakið á viðkomandi seinna meir.
Hvernig fær Baldur Helgi þessa niðurstöðu? og af hverju skoðar blaðamaður mbl.is ekki staðreyndir áður en þetta er sett fram á mbl.is?
Staðreyndi er sú að líterinn á mjólk í danmörku er á 4.25 til 5.8
miðað við gengið í dag (16.5) þá gerir það 69.7 kr til 95.7 kr
Ef miðað er við gengið fyrir tveim vikum (15.3) þá var verðið 65 til 88.7kr
En takið eftir því að verðið í danmörku hefur ekkert breyst, það er íslenska krónan sem er til vandræða, hún er að sveiflast eftir duttlungun spákaupmanna.
"» Árið 2006 var gerður samanburður á verði matvæla hér á landi og í Evrópusambandinu. Niðurstaðan var að matur og drykkjarvörur væru 64% dýrari á Íslandi en í ESB. Mjólkurvörur voru 49% dýrari.
» Í vor fell gengi krónnunar um 40% og matarverð í Evrópu hefur auk þess hækkað. Munur á verðlagi á Íslandi og landa Evrópusambandsins hefur því minnkað verulega á skömmum tíma."
Samkvæmt þessu þá ætti mataverð almennt að vera samkeppnishæfara á íslandi heldur en í danaveldi. eins og flestir muna þá er bara 7% vsk á matvörur hér, en hann er 25% í danmörku.
Það kemur kannski eitthvað jákvætt útúr þessi gengis hruni, Kannski á matur eftir að vera á samkeppnis hæfu verði í framtíðinni.
En það 14 % verðbólga á landinu í dag, Ætlar Baldur Helgi að lofa því að mjólkurlíterinn hækki ekki í samræmi við það, því ef það gerist verður líterinn fljót kominn í þessa tölu sem hann held fram ,150 kr líterinn. það er kannski það sem hann er að undirbúa?
Er ódýrasta mjólkin á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafa það sem sannara reynist
Hafði samband við dóttir mína í Danmörku og spurði hana um mjólkurverð þar og kom þá í ljós að þetta blogg er rangt.
Verð í Danmörku í Aldi verslun er 6,25 á Sodmælk * 16,56 = 103,50
Verð í algengum stórmarkaði í Danmörk þ.e.a.s. Netto er 8,50 * 16,56 = 140,76 kr. og er þetta verð búið að vera síðan haust 2007.
Magnús bóndi sem leiðist rangt tal eða skrif um matvælaverð á 'Islandi
Magnús Hannesson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 10:31
En fólk gleymir alltaf einu. Eins og Magnús segir hér í athugasemd, þá er verð á mjólkinni í t.d. Aldi 6,25 x 16,56 = 103.50. Og það er dýrara en á Íslandi. En, viltu meina að fall krónunnar hafi gert dönsku mjólkina dýrari ? Danska mjólkin í Aldi kostaði líka 6,25 í t.d. janúar sl. og eigum við að setja það dæmi upp ? 6,25 x 11 = 68,75 kr. íslenskar. Það að staða krónunnar veikist, gerir ekki vörur í öðrum löndum dýrari. Það breytir uppsetningunni á reikningsdæminu. Ef rétt skyldi vera, þá ætti að reikna matarverð út frá kaupmætti í hverju landi.
Snowman, 2.8.2008 kl. 12:17
Já takk fyrir þetta Magnús, jú það er rétt að verð á Sodmælk er frá 6.25 til 8.5. það er 3.5% mjólkin. Er það ekki sama fituinnihald og Nýmjólkin íslenska? En hvað með verðið á Léttmjólk? Verðið á léttmjólk er það sem ég miðaði við, enda ekki annað keypt á mínu heimili. þar munar 2-3 dkr á líter.
En þetta staðfestir það sem ég var að segja. það er ekki verið að fara með rétt mál í þessari frétt, þar skeikar hátt í fimmtíu krónum á líterinn, eins og þín skyndikönnun staðfestir. 103krónur á 150 krónum eins og Baldur Helgi segir í fréttinni, og það er ástæðan fyrir mínum skrifum, þetta er EINHLIÐA ÁRÓÐUR.
En það sem stuðar mig í sambandi við þessa grein er eins og Snowman bendir á að það þarf að skoða heildapakkan þegar svona samanburður er gerður.
Ég sem námsmaður í Danmörku er með 15000.- danskar á mánuði í námslán. það hefur ekkert breyst,
Nema að einu leyti að í íslenskum krónum er upphæðin búinn að hlaupa frá 165.000 kr í 250.000 kr á mánuði. en krónutalan á mjólk hefur ekkert breyst á sama tíma.
Rúnar Ingi Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.