Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2014 | 08:27
Höfundarréttur er ekki það sama og dreifingaréttur.
Ég vil fyrst taka fram að höfundaréttur er ófrávíkjanlegur réttur höfunda hugverkja til að fá greitt fyrir sína vinnu. Þetta mál um hvernig samningar um einkadreifingu sjónvarpsefnis hefur ekkert með höfundarétt að gera.
------------------------------------
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/08/11/logbannskrofu_hafnad/
Að gera kröfu um lögbann hefur verið reynt áður, en það er einfaldlega ólöglegt að hindra samkeppni innan ESB á þennann háttt.
Til að tryggja samkeppni þá er það sett í hendur neytenda að velja sér þá sjónvarpsstöð sem hann vill/eða getur horft á.
Það að stöðva útsendingar til að verja einhvern ímyndaðann kvóta á útsendingum einhvers viðburðar, er einfaldlega ólöglegt.
-það má í raun segja að þessir samningar sem hljóða uppá "einkarétt" á dreifingu efnis standist ekki lög og að auki eru svona einkaréttar samningar ómögulegir í nútíma tækniumhverfi.
Hér er umfjöllum um dóm um beinar útsendingar frá fótboltaviðburðum innan evrópu ESB og EES
http://www.slideshare.net/bertvanderauwera/european-court-on-the-tv-rights-in-football
úrdráttur úr samkeppnislögum 2005 nr. 44 19. maí
10. gr. Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar.
Bann þetta tekur m.a. til samninga, samþykkta og samstilltra aðgerða sem:
a. áhrif hafa á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum hætti,
b. takmarka eða stýra framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu,
c. skipta mörkuðum eða birgðalindum,
d. mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra,
e. setja sem skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.
11. gr. Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð.
Misnotkun skv. 1. mgr. getur m.a. falist í því að:
a. beint eða óbeint sé krafist ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskilmálar settir,
b. settar séu takmarkanir á framleiðslu, markaði eða tækniþróun, neytendum til tjóns,
c. viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og samkeppnisstaða þeirra þannig veikt,
d. sett sé það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.
12. gr. Samtökum fyrirtækja er óheimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru samkvæmt lögum þessum eða brjóta í bága við ákvarðanir skv. 16.18. gr.
Bann þetta nær einnig til stjórnarmanna samtaka, starfsmanna þeirra og manna sem valdir eru til trúnaðarstarfa í þágu samtakanna.
V. kafli. Eftirlit með samkeppnishömlum.
16. gr. Samkeppniseftirlitið getur gripið til aðgerða gegn:
a. samningum, skilmálum og hvers konar athöfnum sem brjóta í bága við [bannákvæði laga þessara, sáttir eða ákvarðanir sem teknar hafa verið samkvæmt þessum lögum],1)
b. athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni að því tilskildu að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna,
[c. aðstæðum eða háttsemi sem kemur í veg fyrir, takmarkar eða hefur skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns. Með aðstæðum er m.a. átt við atriði sem tengjast eiginleikum viðkomandi markaðar, þ.m.t. skipulag eða uppbyggingu fyrirtækja sem á honum starfa. Með háttsemi er átt við hvers konar atferli, þ.m.t. athafnaleysi, sem á einhvern hátt hefur skaðleg áhrif á samkeppni á markaði þrátt fyrir að ekki sé brotið gegn bannákvæðum laganna.]1)
[Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geta falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að efla samkeppni, stöðva brot eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppniseftirlitið getur beitt nauðsynlegum úrræðum bæði til breytingar á atferli og skipulagi vegna þeirra atriða sem tilgreind eru í 1. mgr. í réttu hlutfalli við það brot sem framið hefur verið eða þær aðstæður eða háttsemi sem um ræðir.]1) Þó er einungis heimilt að beita úrræðum til breytingar á skipulagi ef sýnt þykir að ekki sé fyrir hendi árangursríkt úrræði til breytingar á atferli eða þar sem jafnárangursríkt úrræði til breytingar á atferli væri meira íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila en úrræði til breytingar á skipulagi.
Samkeppniseftirlitinu er heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál ef:
a. sennilegt þykir að sú háttsemi eða þær aðstæður sem til athugunar eru fari gegn ákvæðum samkeppnislaga eða ákvörðunum teknum á grundvelli þeirra eða ef athafnir opinberra aðila hafa skaðleg áhrif á samkeppni og
b. líklegt er að bið eftir endanlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins leiði til röskunar á samkeppni sem verði afstýrt með endanlegri ákvörðun eða málið að öðru leyti þolir ekki bið.
Vilja stöðva HM-útsendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2013 | 10:20
Að klippa barrtré
-Það hefur verið algengur miskilningur að ekki sé hægt að stýra vexti barr- og grenitrjá með klippingu. Það má klippa barrtré eftir að vexti líkur á haustin (miðjan sept) fram að byrjun vaxtar að vori en betra er að bíða með klippingu fram yfir áramót. þá er síður hætta á kalskemmdum.
- Grenitré eru með hávaxnari trjátegundum og geta þess vegna auðveldlega vaxið langt fram úr því að vera "littla sæta jólatréð" í það að vera eins og risi sem yfirtekur umhverfið þitt.
En vel snyrt grenitré geta verið augnayndi í görðum landsmanna.
Hér er umfjöllun um klippingu grenitrjáa í úr vefútgáfu tímaritsins Sumarhús&Garðurinn
upprunalega fréttin:
Fyrirspurnum til garðyrkjustjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar með hverju árinu vegna hæðar trjáa.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að algengt sé að fólk spyrjist annars vegar fyrir um hvort þeim sé heimilt að fella gömul tré og hins vegar til hvaða ráða megi grípa vegna umfangs og hæðar trjáa í garði nágrannans.
Þannig eru litlu, fallegu jólatrén sem gróðursett voru fyrir hálfri öld eða svo víða orðin vandamál, sem mun bara vaxa á næstu árum.
Í Hæstarétti féll á fyrradag dómur í máli eigenda tveggja lóða í Kópavogi. Í dómnum, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær, er fallist á kröfu stefnanda um að fjarlægð verði tvö grenitré, sem eru um átján metra há.
„Litlu, fallegu jólatrén“ eru víða vaxandi vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.1.2013 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2012 | 10:18
Verðtrygging-óverðtryggt
"Grípi Seðlabankinn til þess ráðs að hækka vexti frekar gæti það haft veruleg áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði af óverðtryggðum fasteignalánum.
Á þetta er bent í nýrri greinargerð Fjármálaeftirlitsins og tekið dæmi af því hvernig afborganir af 20 milljóna króna jafngreiðsluláni hækki um 25.503 krónur ef vextirnir hækka úr 6% í 8%. Á heilu ári jafngildir það um 300.000 kr., eða ríflega tveimur mánaðargreiðslum fyrir vaxtahækkun."
Það vantar inn í þessa útreikninga í fréttinni;
-hvar er samanburður á verðtryggða láninu, t.d miðað við 7% verðbólgu í eitt ár?
-þegar vextir lækka í landinu, þá munu vextir óverðtryggða lána lækka og að sama skapi afborgunin.
-Stýrivextir seðlabankanns hafa meira vægi, þegar vextir á nýjum lánum hækka við hækkun stýrivaxta
-Verðtryggð lán hafa verið ímynduð "vörn" gegn verðbólguhækkun, en því miður er verðtrygging eingöngu aðferð til að fá lántakandann, fyrirgefið slæmt orðbragð,til að pissa í skóinn sinn. Hann mun borga verðbólguskotin í formi hærri afborgana og eftirstöðva, af sínu verðtryggða láni það sem eftir lifir lánstímanns.
-Hækkun afborganna á verðtryggðum lánum veldur verðbólguþrýstingu í formi krafa um hærri launa sem leiðir til hærri kostnaðar í þjóðfélaginu, sem aftur leiðir til hærri verðbólgu, sem hækkar afborgun á verðtryggðum lánum, sem veldur verðbólguþrýstingi í formi kra..........
-Enn hefur FME varað við verðtryggðum lánum?
-Svona gæti úrdráttur úr viðvörun FME hljóðað ef varað væri við verðtryggingu fasteignalána til einstaklinga.
--Eftirlit Fjármálaeftirlitsins miðar að því að viðhalda styrk og öryggi einstakra eftirlitsskyldra aðila og varðveita fjármálastöðugleika og trúverðugleika fjármálamarkaðarins. Samhliða og nátengt hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að hafa eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu. í ljósi þess verður Fjármálaeftirlitið að benda á að verðtrygginu fasteignalána til einstaklinga brýtur í bága við neytendaverndarreglur ESB (les EES), sem voru lögfestar hér á landi með lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Að auki bendir Fjármálaeftirlitið á að vísbendingar séu um að lánin gætu hafa verið ólögmæt síðan árið 1994 en það ár tóku gildi lög um Neytendalán - þar sem almenningi átti að hafa verið kynntur kostnaður við lántöku á tæmandi hátt og greiðsluáætlun kynnt. Í flestum tilfellum var gert ráð fyrir núll prósent verðbólgu, sem aldrei hefur verið hér á Íslandi, jafnvel þótt stjórnvöld hafi frá árinu 2001 stefnt að 2,5% ársverðbólgu hér á landi. Verðtryggingin er gríðarlega flókin afleiða og í raun veit hvorki fjármálastofnunin né almenningur um hvernig hún þróast.Með þessum samningum hafa fjármálafyrirtæki sameinast hafi verið um að blekkja neytandann. Fjármálaeftirlitið vil ítreka að án undantekninga sé við gerð lánasamninga tekið fullt tillit til hagsmuna neytenda eins og lög og reglugerðir segi til um.--
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2012 | 10:16
Verðtyggð versus óverðtryggð
"Grípi Seðlabankinn til þess ráðs að hækka vexti frekar gæti það haft veruleg áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði af óverðtryggðum fasteignalánum.
Á þetta er bent í nýrri greinargerð Fjármálaeftirlitsins og tekið dæmi af því hvernig afborganir af 20 milljóna króna jafngreiðsluláni hækki um 25.503 krónur ef vextirnir hækka úr 6% í 8%. Á heilu ári jafngildir það um 300.000 kr., eða ríflega tveimur mánaðargreiðslum fyrir vaxtahækkun."
Það vantar inn í þessa útreikninga í fréttinni;
-hvar er samanburður á verðtryggða láninu, t.d miðað við 7% verðbólgu í eitt ár?
-þegar vextir lækka í landinu, þá munu vextir óverðtryggða lána lækka og að sama skapi afborgunin.
-Stýrivextir seðlabankanns hafa meira vægi, þegar vextir á nýjum lánum hækka við hækkun stýrivaxta
-Verðtryggð lán hafa verið ímynduð "vörn" gegn verðbólguhækkun, en því miður er verðtrygging eingöngu aðferð til að fá lántakandann, fyrirgefið slæmt orðbragð,til að pissa í skóinn sinn. Hann mun borga verðbólguskotin í formi hærri afborgana og eftirstöðva, af sínu verðtryggða láni það sem eftir lifir lánstímanns.
-Hækkun afborganna á verðtryggðum lánum veldur verðbólguþrýstingu í formi krafa um hærri launa sem leiðir til hærri kostnaðar í þjóðfélaginu, sem aftur leiðir til hærri verðbólgu, sem hækkar afborgun á verðtryggðum lánum, sem veldur verðbólguþrýstingi í formi kra..........
-Enn hefur FME varað við verðtryggðum lánum?
-Svona gæti úrdráttur úr viðvörun FME hljóðað ef varað væri við verðtryggingu fasteignalána til einstaklinga.
--Eftirlit Fjármálaeftirlitsins miðar að því að viðhalda styrk og öryggi einstakra eftirlitsskyldra aðila og varðveita fjármálastöðugleika og trúverðugleika fjármálamarkaðarins. Samhliða og nátengt hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að hafa eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu. í ljósi þess verður Fjármálaeftirlitið að benda á að verðtrygginu fasteignalána til einstaklinga brýtur í bága við neytendaverndarreglur ESB (les EES), sem voru lögfestar hér á landi með lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Að auki bendir Fjármálaeftirlitið á að vísbendingar séu um að lánin gætu hafa verið ólögmæt síðan árið 1994 en það ár tóku gildi lög um Neytendalán - þar sem almenningi átti að hafa verið kynntur kostnaður við lántöku á tæmandi hátt og greiðsluáætlun kynnt. Í flestum tilfellum var gert ráð fyrir núll prósent verðbólgu, sem aldrei hefur verið hér á Íslandi, jafnvel þótt stjórnvöld hafi frá árinu 2001 stefnt að 2,5% ársverðbólgu hér á landi. Verðtryggingin er gríðarlega flókin afleiða og í raun veit hvorki fjármálastofnunin né almenningur um hvernig hún þróast.Með þessum samningum hafa fjármálafyrirtæki sameinast hafi verið um að blekkja neytandann. Fjármálaeftirlitið vil ítreka að án undantekninga sé við gerð lánasamninga tekið fullt tillit til hagsmuna neytenda eins og lög og reglugerðir segi til um.--
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2011 | 11:41
Íslensk skip í erlendri lögsögu
Þessi frétt styrkir mig í trúnni að við eigum að vera í samfloti með nágranna ríkjum okkar í Evrópu.
Þetta er dæmi um hvar íslensk fiskiskip, með öflugum útgerðarfyrirtækjum og hörkuduglegum sjómönnum, eru að sækja björg í bú útum víðann heim.
Ef menn skoða t.d Samherja á Akureyri, þá komast menn um raun um það, að það eru gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga ef við fáum meiri aðgang af hinum gríðarstóru sameiginlegum fiskimiðum sem evrópusambandið býr yfir.
Jafnframt munu tækifæri skapast til að fullvinna fiskafurðir hér á landi, með tollfrjálsum aðgangi af 490 milljón manna markaði Evrópu.
Ævintýralega mikill fiskur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2011 | 08:36
Já, en bændur eru á móti flutningi lambakjöts?!
Á sama og bændur mótmæla inngöngu inní ESB, á þeim forsendum að flutningur á lambakjöti milli landa sé dauðadómur yfir bændastéttinni, Þá er flutt á hverju ári um 40% af öllu íslensku Lambakjöti?
þessa ályktun sendi þeir frá sér í gær
"Búnaðarþing samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem andstaða BÍ við aðild að Evrópusambandinu er ítrekuð. Búnaðarþing telur að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins,
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað það þýðir fyrir lambakjötsframleiðendur á Íslandi ef innflutningur á Íslensku Lambakjöti verður bannaður í öðrum löndum.
Ef íslenska Lambakjötið verður eingöngu til neyslu fyrir Íslendinga á Íslandi?
Grillkjöt gæti orðið af skornum skammti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.3.2011 | 22:17
Nú hef ég ákveðið að segja NEI
-Eftir þessar fréttir af Ofurlaunum Bankastjóranna þá hef ég ákveðð að segja NEI í kosningum um IceSave samninginn.
-Á sama tíma hafa borist fréttir af ofurbónusgreiðslum til handa bankamönnum í Bretlandi. Fréttir sem þessar styrkja mig í þeirri trú a að kjósa á móti þessum nauðungarsamningum sem Icesave-samningurinn er.
Að segja Nei eru skýr skilaboð frá almenningi á Íslandi, að núna sé mælirinn fullur.
Það er einfaldlega ekki hægt að leyfa nokkrum einstaklingum að setja heilt hagkerfi á hausinn og ætlast til þess á sama tíma að viðkomandi sleppi fyrir horn, og núna er þessi sama elíta farinn að borga sér ofurlaun á ábyrgð almennings.
-Það er tvennt sem gætu fengið mig til að skipta um skoðun.
-Ef Bankastjórar Arions og Íslandsbanka endurgreiða ofgreidd laun inná IceSave skuldina og í öðru lagi að Björgólfur Thor verði verði kærður fyrir landráð gegn íslensku þjóðinni fyrir því stórtjóni sem hann með aðgerðum eða aðgerðarleysi sínu sem aðaleigandi Landsbankans hefur valdið Íslenskum efnahag.
Ótrúlegar fréttir af launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2010 | 10:40
Tryggingar PWC
Ég vil velta þeirri spurningu upp, ef sannast að PWC hefur sýnt vítavert vinnubrögð í endurskoðun á bókahaldi bankanna.
Er PWC tryggð gegn tjóni sem þeir valda með athöfnum eða athafnaleysi starfsmanna sinna?
Ef svo er, er þá hægt að krefja það tryggingafélag sem PWC er trygg hjá um bætur sem starfsmenn PWC hafa valdið með vinnu sinni.
Lögildir endurskoðendur eru skyldugir til að hafa starfsábyrgðartryggingu sem ætlað er að bæta viðskiptavinum þeirra tjón sem leiðir af gáleysi endurskoðendans eða starfsmanns hans.
Getur einhver lögfróður maður kannað þetta?
Slæm áhrif á alþjóðlega ímynd PwC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2010 | 11:32
Hér er fréttin öll með öllum staðreyndavillum..
T.d. fullyrðir höfundur að atvinnuleysi sé að minnka á Íslandi?
Einnig að krónan sé að bjarga efnahaginum á íslandi, ég get því miður ekki séð það í mínum heimilsrekstri að efnhagur minnar fjöldskyldu sé að batna.
Vegna krónunar skuldum við sennilega núna 4 falda árstekjur okkar hjónanna en skuldaði "einungis" 2 faldar árstekjur fyrir hrun.
Iceland deal sets interesting precedents
By John Dizard
Published: December 5 2010 09:06 | Last updated: December 5 2010 09:06
I understand from people close to the negotiations between Iceland and its official claimants in the Icesave dispute, the UK and the Netherlands, that a settlement will be announced in the next couple of weeks. The settlement will be on terms far more favourable than one that was proposed back in March, and rejected by the Icelandic voters in a referendum. This could have effects far beyond Iceland.
There is no doubt that the failed Icelandic banks, whose offshore deposits in the UK and the Netherlands were covered by those countries authorities, did a bad job. The question in the Icesave dispute was the responsibility of the state for covering all the liabilities of an insolvent banking system, as distinct from an insolvent bank, or banks, whose deposits could be covered by solvent national deposit insurance schemes. The Icelanders had their position on that point; the UK and the Netherlands disagreed, and the Icelanders were prepared to go through with litigation to determine who was right. The Icelandic bank bondholders as distinct from depositors, will have to wait to get a partial payout on their losses.
One of the reasons the Icesave dispute will be settled, rather than litigated, is that European authorities do not want a definitive, Europe-wide answer to that deposit-insurance-responsibility question, or at least not yet. You can add that can to the rubbish-bin-load that is being kicked down the road.
Iceland was supposed to be the cautionary tale for euro-area countries caught in banking and fiscal crises. Errant governments and electorates were told that if they didnt guarantee bank bonds, pretend to respect the Stability and Growth Pact, and listen to the wise men from Brussels and Frankfurt, they could end up like the Icelanders.
The problem for the tellers of this tale, in places such as Ireland, is that things have been working out much better for Iceland than for the peripheral euro members. Unemployment did shoot up in the wake of the 2008 financial crisis, but is now a bit over 7 per cent, and falling.
The currency devalued by about half in the wake of the crisis, which has led to a trade surplus. There are still capital controls, but an Icesave settlement, and reserve accumulations allowing for an eventual payout on so-called Icelandic krona glacier bonds, will lead to those being lifted, probably next year. There are still outstanding problems, of course.
Now if no one outside the country knew, or took note of, Icelands gradual recovery, this wouldnt matter much. But Greeks, Irish and Iberians read newspapers and websites, and some of them, and the politicians who are supposed to answer to them, wonder if there isnt another way to run an economy.
There are counter-arguments to using Iceland as a model for a systemic solution to the problems of troubled euro-area countries. Bank bondholder losses in the euro area have moved from the nearly unthinkable six months ago, when this column first advocated them for Anglo Irish, to orthodoxy today.
However, managing these in highly developed financial markets is much trickier than it was in Iceland, which can get by with a much simpler system than would be needed in core Europe. Still, it has to be said that European authorities have managed at each stage of the crisis to find the worst possible way to handle this issue.
The other way Iceland offset the crisis-induced contraction devaluation is less fruitful as more countries adopt it. The Swedish emergence from a banking crisis in the early 1990s was possible in part because the country is not that big, and was able to hitch on to a growing world economy with increased competitiveness. If all the current account/primary fiscal deficit euro members tried to do that at once, there would probably be a degree of mercantilist cannibalism. So the Icelandic/Princeton Economics Department solution may not be a universal one.
By the way, before European leaders talk up the first bond issue of the European Financial Stability Facility, they should take a look at the underlying documentation. In this newspaper last week, some eminent euro-worthies penned an opinion piece advocating the transformation of the EFSF into a permanent European instrument.
However, the lawyers for bond buyers will note that the legal authority for the EFSF bond is from Article 122 of the Lisbon Treaty, which says that financial assistance can only be provided to a member country which finds itself in difficulties or is seriously threatened with severe difficulties caused by natural disasters or exceptional circumstances beyond its control.
Sorry, were you saying that those conditions should underpin a permanent instrument? Perhaps sticking to a three-year timetable would be better.
johndizard@hotmail.com
Icesave samkomulag áhugavert fordæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2010 | 11:13
Spurning um hvort menn fari að sjá til lands.
Verðtryggingin
Þegar skrifað er undir íslensk verðtryggt lán, þá eru menn að fá lán til 25-40 ára með föstum vöxtum en með breytilegu álagi sem er reiknað í takt við verðbólgu/vísitölu neysluverðs í hverjum mánuði fyrir sig.
Þessi vísitala á að sýna hvers virði íslenska krónan er á hverjum tíma fyrir sig og er ágætur mælikvarði á stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Þessi vísitala er hugsuð til að sá sem lánar pening til framkvæmda eða í þessu tilfelli til kaupa á húsnæði fyrir sína fjölskyldu, fái sannvirði krónunnar til baka. Lánveitandinn er með tryggingu þess eðlis að það er alveg sama hver staða krónunnar er gagnvart öðrum gjaldmiðlum að lánveitandinn fær sitt alltaf til baka.
Verðtrygging er notuð til að halda verðgildi húsnæðislána en fylgir ekki verðgildi húsnæðisins sjálfs né launum í landinu.
Staða lántakanda
Útreikningar vísitölunnar sem liggur til grundvallar verðtryggingar á hefðbundnum húsnæðislánum íslendinga er búin að valda því að eftirstöðvar lífeyrissjóðs láns, sem undirritaður tók fyrir fimm árum er búnar að hækka um 8.400.000.-krónur þrátt fyrir að á sama tíma hafi verið staðið í skilum 100% með afborganir. Afborgun af láninu er á sama tímabili komnar í 5.000.000 króna
Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að eins og staðan er í dag, þá er geta okkar og vilji til að borga af láninu enn til staðar. og mun verða það í náinni framtíð hvað sem síðar verður.
Samkvæmt fasteignamati fyrir árið 2011 sem komið er inná síðu þjóðskrár ( www.fasteignaskra.is/pages/1082 ) þá mun veðsetning íbúðar minnar fara yfir 100% fer reyndar í 111% eins og eftirstöðvar lánsins eru í dag.
Mergur málsins er þessi, að þegar búið er að borga rúmar 5 milljónir af 19,2 milljón króna láni tekið í okt 2005 þá eru eftirstöðvarnar í sept.2010 27,6 milljónir.
Það er ekki uppörvandi að sjá svona tölur, sem geta hæglega sett fjárhag fjölskyldu minnar í uppnám ef ófyrirsjáanlegar aðstæður koma upp.
Staða Lánveitenda
En hver er þá staða lánveitandans þegar útistandandi lán eru komin yfir verðmæti veðanna sem standa á bakvið þau, eru þau þá ekki orðin verðlaus í bókhaldi viðkomandi lánveitenda?
Vilji lántakans til að halda við hinni veðsetti eign er nánast horfinn þegar eignastaðan er orðin minni en engin, því mun verðmæti veðsins minnka enn frekar á stuttum tíma.
Þegar eina trygging er greiðsluvilji lántakandans, þá er grunnur lánarekstursins orðinn mjög ótraustur. Ef ekki verður tekið föstum tökum á þessum vítahring sem við erum komin í, þá er stutt í að banka- og lífeyrisjóða kerfið muni þurfa að taka á sig mun stærri og alvarlegri afskriftir en fyrir okkur liggja í dag.
Framtíðin
Þegar framtíð minna barna er sett til grundvallar ákvörðunar um framtíðina, kostir og gallar þess að búa við þetta fjármálakerfi sem íslendingar hafa komið sér upp. Kerfi sem búið er að koma flestum í þá stöðu að skulda meira en þeir eiga. (sumir kalla þetta skuldafangelsi) þá er það ekki björt framtíð sem liggur fyrir þeim. Hver verður staðan eftir 5 ár 20 ár? Miða við söguna undanfarin 20 ár þar sem verðbólga er mæld í hundruð ef ekki þúsundir prósenta, þá get ég ekki mælt með því að búa hér á landi í framtíðinni. Það er mjög einfald að senda inn lyklanna af íbúðinni "minni" til lífeyrisjóðsins míns og einfaldlega segja bless við Ísland.
Ræðst á næsta sólarhring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)