Verðtyggð versus óverðtryggð

"Grípi Seðlabankinn til þess ráðs að hækka vexti frekar gæti það haft veruleg áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði af óverðtryggðum fasteignalánum.

Á þetta er bent í nýrri greinargerð Fjármálaeftirlitsins og tekið dæmi af því hvernig afborganir af 20 milljóna króna jafngreiðsluláni hækki um 25.503 krónur ef vextirnir hækka úr 6% í 8%. Á heilu ári jafngildir það um 300.000 kr., eða ríflega tveimur mánaðargreiðslum fyrir vaxtahækkun."

Það vantar inn í þessa útreikninga í fréttinni;

-hvar er samanburður á verðtryggða láninu, t.d miðað við 7% verðbólgu í eitt ár?

-þegar vextir lækka í landinu, þá munu vextir óverðtryggða lána lækka og að sama skapi afborgunin.

-Stýrivextir seðlabankanns hafa meira vægi, þegar vextir á nýjum lánum hækka við hækkun stýrivaxta

-Verðtryggð lán hafa verið ímynduð "vörn" gegn verðbólguhækkun, en því miður er verðtrygging eingöngu aðferð til að fá lántakandann, fyrirgefið slæmt orðbragð,til að pissa í skóinn sinn. Hann mun borga verðbólguskotin í formi hærri afborgana og eftirstöðva, af sínu verðtryggða láni það sem eftir lifir lánstímanns.

-Hækkun afborganna á verðtryggðum lánum veldur verðbólguþrýstingu í formi krafa um hærri launa sem leiðir til hærri kostnaðar í þjóðfélaginu, sem aftur leiðir til hærri verðbólgu, sem hækkar afborgun á verðtryggðum lánum, sem veldur verðbólguþrýstingi í formi kra..........

 

-Enn hefur FME varað við verðtryggðum lánum?

-Svona gæti úrdráttur úr viðvörun FME hljóðað ef varað væri við verðtryggingu fasteignalána til einstaklinga.

--Eftirlit Fjármálaeftirlitsins miðar að því að viðhalda styrk og öryggi einstakra eftirlitsskyldra aðila og varðveita fjármálastöðugleika og trúverðugleika fjármálamarkaðarins. Samhliða og nátengt hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að hafa eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu. í ljósi þess verður Fjármálaeftirlitið að benda á að verðtrygginu fasteignalána til einstaklinga brýtur í bága við neytendaverndarreglur ESB (les EES), sem voru lögfestar hér á landi með lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.

Að auki bendir Fjármálaeftirlitið á að vísbendingar séu um að lánin gætu hafa verið ólögmæt síðan árið 1994 en það ár tóku gildi lög um Neytendalán - þar sem almenningi átti að hafa verið kynntur kostnaður við lántöku á tæmandi hátt og greiðsluáætlun kynnt. Í flestum tilfellum var gert ráð fyrir núll prósent verðbólgu, sem aldrei hefur verið hér á Íslandi, jafnvel þótt stjórnvöld hafi frá árinu 2001 stefnt að 2,5% ársverðbólgu hér á landi. Verðtryggingin er gríðarlega flókin afleiða og í raun veit hvorki fjármálastofnunin né almenningur um hvernig hún þróast.Með þessum samningum hafa fjármálafyrirtæki sameinast hafi verið um að blekkja neytandann. Fjármálaeftirlitið vil ítreka að án undantekninga sé við gerð lánasamninga tekið fullt tillit til hagsmuna neytenda eins og lög og reglugerðir segi til um.--

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband