Ætli álversmótmælendur fari hjólandi í vinnuna í dag?

Datt þetta í hug þegar ég lít yfir Reykjavík héðan frá Hafnarfirði og sé dökkgulu slikjuna sem liggur yfir Hringbrautinni.
Vonandi verður kosið um það fljótlega hvort bílaumferð verði ekki færð úr Reykjavík og hún færð þangað sem mengunin truflar ekki íbúa Reykjavíkur.
mbl.is Götur í Reykjavík rykbundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Jú, auðvitað fara álversmótmælendur hjólandi í vinnuna í dag eins og aðra daga. Munurinn er bara sá að þegar veðrið er eins dásamlegt og það hefur verið síðustu daga þá er maður neyddur til að setja á sig rykgrímuna. Það er mikil áþján að þurfa að hafa alla þessa déskotans bíla í sínu nánasta umhverfi. Verst þykir mér til þess að vita að ég verð liklega dauður áður en fólk hættir þessum heimskulega egóisma, að eiga og nota bíl. Bíll er ópíum. Það verður seint kosið um að hann fari úr borgini. Það er eins og að spyrja forfallinn dópista hvort hann sé tilbúinn til að hætta að dópa. Innst inni langar honum það en þegar á reynir þá sleppir hann ekki dópinu. Ég verð fyrstur til að kjósa bílinn burt úr borgini ef kosið verður um það. Ég hef verið í bílausum borgum (borgarhverfum) erlendis og það er eins og sætur draumur sem allir ættu að upplifa.

Magnús Bergsson, 28.2.2007 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband