Bakkafjöruhöfn ásamt stórskipahöfn.

Bakkafjöru höfn er þá næsta mál.
ég var að renna yfir skýrsluna sem samgönguráðuneytið lét gera, og varð bara nokkuð bjartsýnn á þá lausn.

Hún kostar að vísu 5-6 milljarða, en ef þessi jarðganga gerð er svona yfirþyrmilega dýr, þá er þetta næstbesti kosturinn, það er ekki hægt að deila um það.

Skýrsla samgönguráðuneytisins
http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Skyrsla_styrihops/$file/Bakkafjara-Skýrsla%20stýrihóps.pdf


mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Til hvers stórskipahöfn ?

í fyrsta lagi, hvar ætlaru að setja hana?

í öðru lagi, hvaða tilgangi á að fá hana?

Árni Sigurður Pétursson, 27.7.2007 kl. 20:14

2 identicon

Þessi skýrsla er náttúrlega bara unnin af "sérfræðingum að sunnan" og "möppudýrum" sem aldrei hafa migið í saltan sjó. Það er hin málefnalega gagnrýni sem ég hef heyrt á þetta.

Bjarki Sigursveinsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Árni;Stórskipahöf til að stytta flutningstíman frá evrópu til Reykjavíkur um ca 12 klukkutíma. það er sá tími sem tekur að sigla frá Bakka og til Rvk.

Bjarki; Það sem ég hef áhyggur af í sambandi við Bakkafjöru, og það sem segja mér það sem hafa verið þar þegar veður eru slæm, að öldurótið fleygi Herjólfi uppí fjöru, fullum af fólki. Guð forði okkur frá því.

þannig að spurninginn er hvort þessir 5-6 milljarðar, séu ekki betur settir inná þokkalegum bankareikn, og geymdir þar,

þangað til að örugg og góð aðferð til að búa til veggöng (eða brú?) verður uppfundinn?

Rúnar Ingi Guðjónsson, 27.7.2007 kl. 22:25

4 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Rúnar,b

Við getum ekki beðið eftir bættum samgöngum mikið lengur, Ef þessir 6 milljarðar yrðu settir inn á bók til ávöxtunar til 10 ára mætti ætla að við gætum farið að sjá skilti við afgreiðslu Herjólfs innan nokkura ára sem gæti verið á þá vegu, " Síðasti maður sem yfirgefur Eyjuna slekkur á eftir sér.

Það voru boraðar holur fyrir 2-3 árum síðan hér suðaustan við Helgafell í leit að heitu vatni, það vatn sem kom upp úr holunum var volgt saltvatn eða sjór öðru nafni, fyrir allmörgum árum síðan þegar við vorum guttar var boruð hola við spröngu og upp úr þeirri holu kom sjór.

Segir þetta ekki meira en mörg orð, það væri óskandi að allt sem Árni Johnsen segir sé satt, en á ég að trúa honum frekar en verkfræðingunum sem unnið hafa að þessari skýrslu fyrir samgönguráðuneytið, vegagerðina og Ægisdyr? held ekki.

Að auki eru göng sem kölluð voru að ég held oslóargöng í Noregi, Eyjamaður var þar á ferðalagi ekki alls fyrir löngu og þau voru full af sjó, ég veit engin deili á þeim göngum en eitthvað hefur ekki gengið upp í þeirri framkvæmd og skilst mér að sú framkvæmd hafi verið þögguð niður af Norðmönnum sjálfum. 

Gaman væri að vita meira um oslóargöng til að fræðast meira um hvað fór úrskeiðis í þeirri framkvæmd. 

Auðvitað vilja Eyjamenn göng en það er ekki hægt að ætlast til að settir verði 80 milljarðar í framkvæmd fyrir rúmlega 4000 manns, ég held að flestir Eyjamenn og aðrir geri sér grein fyrir því.

Grétar Ómarsson, 28.7.2007 kl. 02:04

5 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sorry, þú ert enginn Rúnar b  heldur Rúnar Ingi  

Grétar Ómarsson, 28.7.2007 kl. 02:11

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Það er eitt atriði í öllu þessu fjaðrafoki undanfarið í umræðunni um samgöngur okkar Eyjamanna og þá helst þegar rætt er  um göngin, þá virðast forvígismenn Ægisdyra vera algjörlega ósýnilegir  hér í bloggheimum svo og annarsstaðar í fjölmiðlum.   Hefur einhver skýringu? 

Þorkell Sigurjónsson, 28.7.2007 kl. 11:50

7 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Þorkell 

Árni Johnsen er örugglega þeirra talsmaður, hvort sem það er gott eða slæmt  fyrir  Ægisdyr.

Mín skoðun er einfaldlega sú að við Eyjamenn höfum nú þegar gefist upp á að bíða eftir alvöru samgöngubót og þess vegna held ég að við eigum að vera sátt við ferjulægi á Bakkafjöru meðan við getum. 

það væri auðvelt að halda áfram rannsóknum á möguleika fyrir göng en ég tel að útkoman verði sú sama og nú þegar hefur komið fram. 

Ef við drífum ekki Bakkafjöru af gæti það orðið til þess að Eyjamenn gætu verið settir til hliðar og við gætum horft á samgöngumálin á byrjunarreit eftir önnur 10 ár.

Drífum þetta af og treystum fræðimönnu fyrir næst besta kostinum sem er ferjulægi við Bakkafjöru. 

Grétar Ómarsson, 28.7.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband